top of page
Forest Trees

ROOTOPIA

HRAUSTAR PLÖNTUR
HEILBRIGÐUR JARÐVEGUR
ÖFLUGIR SKÓGAR

Plönturnar

Rootopia sérhæfir sig í ræktun nytjaplantna í samlífi við svepprótarsveppi. Aðferðin byggir á áratugalöngum rannsóknum sem sýna fram á aukna lifun og aukinn vöxt trjáa í íslenskum skógum.

SAMLÍFI VIÐ SVEPPI

Svepprótarsveppir bindast rótum trjánna og mynda við þau samlífi. Rótarkerfi trésins stækkar margfalt og sveppirnir útvega því vökva og næringarefni og fá í staðinn sykrur. Þessu samlífi er lýst á skemmtilegan hátt í stuttu myndbandi frá BBC hér að neðan.

About

af hverju Rootópíu tré?

Sáðplöntur eru ræktaðar upp við sterílar aðstæður og oft gróðursettar í jarðveg sem er snauður af þeim örverum sem eru trjám nauðsynlegar til að vaxa og dafna. Með tíð og tíma liggja leiðir örvera eins og svepprótarsveppa saman, en það getur tekið langan tíma. Framræktun trjáa með svepprót hefur fjölmarga kosti:

  • plönturnar standast sýkingar og ágang skordýra betur, eins og t.d. ranabjalla

  • aukinn æskuvöxtur trjáa gerir skógrækt mun fyrirsjáanlegri

  • jafn vöxtur trjáa, hentugt til timburframleiðslu, styður nytjaskógrækt

  • lifun er meiri, allt að 100%.

  • vegna sterkara rótarkerfis er binding jarðvegs meiri

  • meiri vöxtur skilar sér í aukinni kolefnisbindingu

Trjátegundir

Rootópía er í samstarfi við Sorpu í Álfsnesi að prófa umhverfisvæna tilraunaframleiðslu með notkun moltu. Nú er Rootópía í leit að gróðurhúsi eða jörð undir gróðurhús í nágrenni við borgina. Vinsamlegast sendið okkur línu ef þú getur aðstoðað. 

VERTU MEÐ

Skráðu þig á listann til að fá upplýsingar þegar framleiðsla hefst.

 

TAKK FYRIR ÁHUGANN, VIÐ SENDUM ÞÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR VIÐ FYRSTA TÆKIFÆRI

Contact
bottom of page